Draumar geta ræst
Mig dreymir um að verða
kafari, geimfari, trommari, amma,
Mig dreymir um að verða
Listakona með stall
Mig langar svo að verða
arkitekt, jútúber, grínisti, lögga
Mig langar svo að verða
Rosa frægur karl
Ég væri stundum til í að vera meiri prakkari
ofurlítið fyndnari og pínu hugrakkari.
Óska þess
að draumar fengju í lífi okkar ögn stærri sess.
En enginn veit hvað verður næst
— ég veit það eitt, að draumar geta ræst.
Óóóóóó
Draumar geta ræst
Óóóó
Mig dreymir um að eignast
tígrisdýr, kengúru, systkini, apa,
Mig dreymir um að eignast
pöndu og hákarl
Mig langar svo að fá mér
bókasafn, risahús, nefhring og tattú,
Mig langar svo að fá mér
Gimsteina og skart
Ég vildi að það væri engin stríðni og ekkert stríð
Allir væru vinir, massasáttir alla tíð
Óska þess
að draumar fengju í lífi okkar — ögn stærri sess.
Enginn veit hvað verður næst
— ég veit það eitt, að draumar geta ræst.
Óóóóóó
Draumar geta ræst
Óóóó
Rétt upp hönd ef þú vilt skoða heiminn
Ennþá hærr’ ef þú vilt skoða geiminn
Rétt upp hönd ef þú ert stundum feimin/n
Hey ho
Hey hey ho
Rétt upp hönd ef þú vilt eiga heima
Í heimi þar sem er í lag’ að dreyma
Rétt upp hönd ef þú trúir því að draumar geti ræst
Óska þess
að draumar fengju í lífi okkar — ögn stærri sess.
Enginn veit hvað verður næst
— ég veit það eitt, að draumar geta ræst.
Óóóóóó
Draumar geta ræst
Óóóó
Já, draumar geta ræst
Lag: Jón Jónsson
Texti: Bragi Valdimar Skúlason